26. desember 2016 - 18:00

23. jólamót Molduxa í körfubolta hófst í morgun. 18 lið eru skráð til keppni og verður leikið viðstöðulaust fram á seinniparts dags þegar úrslit liggja fyrir. Áður en mótið var sett var Samfélagsviðurkenning Molduxa veitt í annað sinn. Að þessu sinni var það Rannveig Lilja Helgadóttir sem hlaut þann heiður en hún hefur verið ötul í íþróttastarfi í Skagafirði og komið víða við. Meðal annars hefur Rannveig gegnt starfi formanns sunddeildar Tindastóls, gjaldkeri skíðadeildar Tindastóls í um tvo áratugi, var meðal annarra stofnandi fimleikadeildar innan Tindastóls, sem reyndar er ekki starfandi lengur...........................


21. desember 2016 - 22:38

23. jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið annan í jólum,
mánudaginn 26 desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. 

Mótið verður sett með veitingu samfélagsviðurkenningar Molduxa kl 10:55 og 
fyrstu leikir flautaðir á stundvíslega kl 11:00 ........

15. apríl 2016 - 13:46

Molduxamót 2016.

Tímaáætlun og upplýsingar.

Upplýsingar.

11.55 Mótið sett
12.00. Mótið byrjar
18.00. Móti lýkur – afhending verðlauna.
20.00. Hlaðborð og skemmtun.........

9. mars 2016 - 10:18

Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót laugardaginn 16. apríl 2016 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu).
Að þessu sinni verður boðið uppá þrjá flokka eða:


40+
30+
Kvennaflokk

Allar upplýsingar og skráningar eru hjá Val Vals. í síma 861 9802 eða valurvalsson@gmail.com
Takið þessa helgi frá og mætum öll með góða skapið og keppnisandann í lagi.

10. janúar 2016 - 16:47

Nýársfagnaður Molduxa fór fram í gær í Tjarnarbæ, félagsheimili hestamannafélagsins Léttfeta. Fór skemmtunin vel fram þrátt fyrir stuttan, snubbóttan og áfengissnauðan undirbúning kvöldið áður. Flest allir Uxar mættu á svæðið með sínar Gilsbungur og óvenju kurteisa gesti og var það sérstaklega eftirtektarvert hvað Árni Egils var glæsilegur ásýndar með bláu höndina sína.

Eftir að gestir höfðu bragðað á sítrónulegnum flatfiski og hráu sauðakjöti í forrétt voru feðgarnir á grillinu.....................

Skráðu þig á póstlista Molduxanna
© 2017 · Molduxar · molduxar[hja]molduxar.is